12.4.2015 | 16:45
Frískir Flóamenn í Flóahlaupinu
Flóahlaupið var haldið laugardaginn 11. apríl sl. Veður var ekki upp á það besta norð vestan 12 m á sek og hiti nálægt frostmarki en þurrt. Fjöutíu og tveir hlauparar mættu til leiks og þar af hlupu 26 10 km. Hellisheiði lokaðist fyrr um daginn og hefur það og veðrið haft áhrif á þátttökuna. Átta Frískir Flóamenn mættu til leiks og sex þeirra komust á pall. Ingvar Garðarsson var annar í 10 km hlaupinu og sigraði 50 ára flokkinn. Þetta var 36 Flóahlaup Ingvars en hlaupið hefur verið haldið í 37 skipti, geri aðrir betur. Svanlaug var þriðja í 5 km kvenna og Óskar þriðji í 5 km karla. Sarah sigraði undir 39 ára flokk kvenna í 10 km, Renuka var önnur í 40 ára flokknum og Magnús annar í flokki 60 ára karla. Eins og alltaf svignuðu borðin í Félagslundi undan gómsætum veitingum sem svangir hlauparar átu af góðri list. Úrslitin í hlaupinu eru á hlaup.is.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.