16.12.2014 | 21:03
Hlaupaferð til Munchen
Eins og áður hefur komið fram stendur til að Frískir Flóamenn fari haustið 2015 í hlaupaferð til Munchen. Maraþonið fer fram sunnudaginn 11. október og hægt er að velja milli 10 km, hálfsmaraþons og maraþons. Val er á 4 eða 6 daga ferðum. Við höfum lof fyrir þá sem eru á lista sem Magnús hefur sent til Bændaferða. 43 nöfn eru á listanum. Ferðin er komin á heimasíðuna Bændaferða og hún er bókanleg þar.
Komið er að að því að hver og einn skrái sig gegnum heimasíðu Bændaferð. Athugið að skrá þarf í ferðina sér og í hlaupið sér. Hver gerir sína bókun og setur sjálfur inn hvaða vegalengd viðkomandi ætlar að hlaupa.
ATH. Að greiða þarf staðfestingargjaldið, 30.000 kr. á mann, við bókun.
Lengri ferðin er hér:
http://www.baendaferdir.is/hlaupaferdir/hlaupaferdir/marathon-i-munchen-6-dagar
Styttri ferðin er hérna:
http://www.baendaferdir.is/hlaupaferdir/hlaupaferdir/marathon-i-munchen-4-dagar
Til að skrá þarf að smella á hnappinn hægra megin á síðunni, þar sem stendur Bóka ferð.
Að auki þurfa allir sem ætla að hlaupa að fylla út formið á slóðinni hér fyrir neðan og senda á bændaferðir. Munið að skrá ykkur sem Fríska Flóamenn undir hlaupahóp.
http://www.baendaferdir.is/eydublod/Forms/23/skraning-i-mnchen-marathonid-2015
Síðasti skráningardagur er 10. janúar 2015.
Þegar búið er að skrá sig er hvenær sem er hægt að skrá sig inn á sína bókun og greiða inn á ferðina. Ferðin þarf að vera fullgreidd 8 vikum fyrir brottför. Hægt er t.d. að greiða smá um hver mánaðarmót, til að dreifa greiðslum.
Sætin eru að sjálfsögðu frátekin fyrir hópinn sem er á listanum.
Athugið að tengiliður okkar varðandi bókanir og ferðina hjá bændaferðum er:
Kristín Thorstensen
Netfang: kristin@baendaferdir.is
Beinn sími: 570 2793
Þið getið haft samband beint við hana varaðndi fyrirspurnir um ferðina, breytingar ofl.
Ef einhver hefur áhuga á að fara en er ekki á listanum getur hann haft samband við Kristínu hjá Bændaferðrum.
Frekari upplýsingar um ferðina eru á heimasíðu bændaferða
http://www.baendaferdir.is/hlaupaferdir
og um hlaupið á heimasíðu hlaupsins
http://www.muenchenmarathon.de/
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.