11.4.2014 | 21:42
Intersporthlaupið undan vindi 1.maí
Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn stendur fyrir Intersporthlaupinu undan vindi þann 1. maí nk. og hefst það kl. 13.
Lengd hlaupsins er 10 km og hefur það verið löglega mælt eftir reglum FRÍ. Hlaupaleiðin er frá Intersporti [BYKO] á Selfossi um Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg. Hlaupið hefst eða endar við Intersport, fer það eftir því hvort hagstæðara er eftir vindátt. Hlaupaleiðin er um sléttlendi Flóans. Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00. Skráning og afhending keppnisnúmera er í Intersport Selfossi frá kl. 16-18 þann 30. apríl. Ekki hægt að greiða með korti. Keppnisnúmer verður einnig hægt að nálgast á hlaupadegi frá kl. 11 á sama stað. Þátttökugjald er kr. 2.500. Rúta flytur keppendur að eða frá rásmarki, brottför er frá Intersport kl. 12:20. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup.
Aldursskiping bæði hjá konum og körlum; Verðlaun verða fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Sérverðlaun frá Intersport verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu og úrdráttaverðlaun. Verðlaunaafhending verður við Intersport að hlaupi loknu. Tilvalið hlaup til að bæta sig í 10 km hlaupi. Nánari upplýsingar veita Leifur s: 842 3150 og Magnús s: 840 6320.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.