11.5.2013 | 17:42
Intersporthlaupið undan vindi
Intersporthlaupið undan vindi fór fram í dag en það er 10 km hlaup Frískra Flóamanna. Hlaupið er frá Intersporti á Selfossi niður Gaulverjabæjarveg. Fremur hægur hliðarvindur var nánast alla leið en mótvindur í restina en samt féllu einhver persónuleg met enda brautin sennilegasta ein sú hraðasta á landinu. Fyrir upphaf hlaupsins minntist Sigmundur Stefánsson Þórs Vigfússonar eins af stofnfélögum Frískra Flóamanna með mínútu þögn áður en hlaupið var ræst en Þór lést fyrir stuttu. Hlaupið sem er löglega mæt fór í alla staði vel fram. Fyrst kvenna var Borghildur Valgeirdóttir á 42.14 og fyrstur karla var Wieslaw Piotr Nieradko á 40.55 sem er Frískur Flóamaður en fleiri Frískir stóðu sig vel og voru að bæta sig. Þakkir til þeirra sem tóku þátt og aðstoðuðu. Intersport og MS eiga þakkir skildar fyrir sína aðkomu að hlaupinu. Myndir í myndaalbúmi. Úrslitin eru á hlaup.is.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.