Leita í fréttum mbl.is

Frá aðalfundi Frískra Flóamanna

IMG_6625Aðalfundur Frískra Flóamanna var haldinn í Selinu þann 29. nóvember. Fundurinn var fjölsóttur og markt rætt. Formaður fór yfir árið og viðburði þess. Fjáröflunarleið félagsins var aðstoð við Laugavegshlaupið. Gekk það mjög vel og fengu Frískir Flóamenn hrós fyrir. Fram kom að búninganefnd væri búin að ganga frá pöntun á nýjum búningum frá Brooks, munu þeir verða skærgulir. Félagar eru hvattir til að greiða þá inná reikning félagsins (sjá facebooksíðuna). Sigmundur tók við þjálfun hópsins nú í haust og hefur mæting verið góð og nýir hlauparar verið að bætast í hópinn. Hugmynd kom fram um að vera með byrjendanámskeið eftir áramót. Vigfús gaf ekki kost á sér í stjórn og kom Magnús inn í stjórnina í hans stað. Voru Vigfúsi þökkuð góð störf.  Frískir Flóamenn hafa tekið að sér að sjá um 10 km keppnishlaup á landsmóti UMFÍ sem verður á Selfossi í byrjyn júlí. Þá er og í bígerð að Frískir sjái um heilsuskokk fyrir mótsgesti. Frískir munu og aðstoða við Laugavegshlaupið sem verður um miðjan júlí. Framundan eru ýmsir fleiri viðburðir sem semmtinefnd mun skýra frá innan tíðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband