18.3.2012 | 16:36
Frjálsíþróttaþing á Selfossi fjallaði um almenningshlaup
Dagana 16. og 17. mars var þing Frjálsíþróttasambands Íslands haldið á Selfossi. Almenningshlaup höfðu töluvert vægi á þinginu. Þar voru samþykktar reglur um hvernig standa skuli að götuhlaupum og ofurhlaupum. Þetta er til mikilla bóta þar sem slíkar reglur hefur vantað. Þá ákvað þingið að haldið verði meistaramót í 5 og 10 km götuhlaupum. Þetta er nýjung og munu þau fara fyrst fram í ár. Samþykkt var ályktun um aukna áherslu á almenningshlaup með það að markmiði að hlauparar sjái ávinning í að starfa innan sambandsins. Þá var fjallað um Íslandsmeistaramót í heilu og hálfu maraþoni og ákveðið að Reykjavíkurmaraþon verði framvegis Íslandsmeistaramót í heilu maraþoni.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.