Leita í fréttum mbl.is

Byrjendaprógramm -Næsta æfing

Sælir félagar
Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir æfinguna og þorrapizzuna í kvöld:) Ég er ennþá í skýjunum yfir hversu margir mættu á byrjendanámskeiðið hjá okkur þrátt fyrir rigningu, rok og leiðinlega færð!
Hér í viðhengi er að finna 10 vikna byrjendaprógrammið sem klárast helgina 6.-8. apríl en þá helgi er akkúrat Flóahlaupið þar sem keppt er í 3km, 5km og 10km og tilvalið fyrir þá sem vilja að setja sér markmið um að hlaupa þar og klára prógrammið með stæl:)

Eins og áður sagði er ég ekki á æfingum á laugardögum en Frískir eru vanir að hittast við sundhöllina klukkan 10 og tilvalið að mæta þar og hlaupa saman í hóp og þar verða einhverjir af þeim lengra komnu sem koma ykkur af stað og hlaupa jafnvel með ykkur:) En ykkur er líka frjálst að hlaupa þessa þriðju æfingu vikunnar á öðrum tíma yfir helgina en mikilvægt er að þið hlaupið hana vegna þess að prógrammið gerir ráð fyrir þremur æfingum á viku. Í prógramminu er að finna nákvæmlega hvað á að gera á hverri æfingu, það eina sem þið þurfið er klukka til þess að vita hvenær þið eigið að skiptast á að hlaupa og ganga, einnig er vegalengdin gefin upp í m/km fyrir þá sem eru með gps hlaupaúr.

Æfingin á laugardag er alveg eins og æfingin í dag þ.e. 5 mín rösk ganga og síðan: 60sek skokk og 90sek ganga í 20mín. Næsta vika verður eins en svo eykst álagið smám saman. Ef þið mætið við sundhöllina á laugardag er gott að taka sama hring og í kvöld og ganga bara síðustu metrana að sundhöllinni og munið svo að teygja vel á eftir æfinguna.

Ef eitthvað er óljóst hafið þá samband við mig á e-mailið salomerut89@hotmail.com eða facebook síðu Frískra Flóamanna:)

Kv. Salóme Rut Þjálfari


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband