30.1.2012 | 17:32
Æfingaáætluna vikuna 30.jan-5.feb Byrjendanámskeið og Þorrapizza
Sælir kæru félagar
Þá er áætlunin fyrir þessa viku tilbúin. Eins og þið kannski vitið er hópurinn að fara af stað með byrjendanámskeið í vikunni eða á fimmtudaginn
sem búið er að auglýsa í Dagskránni. Ef þið þekkið einhvern sem langar að byrja að hlaupa, hvetjið hann þá endilega til að mæta.
Eftir æfingu á fimmtudaginn er einnig Þorrapizzan okkar góða en hún verður haldin á Kaffi Krús að loknu hlaupi og sundferð:)
Vonast til þess að sjá sem flesta:)
Kv. Salóme Rut
Þriðjudagurinn 31. janúar
Innanbæjarhlaup, rólegt c.a. 8km
Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg
Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Suðurhólar-Fosslandið-Þóristún-Árvegur-Bankavegur-Sundhöll
Styttingar að sjálfsögðu leyfðar.
Niðurlag: Gengið rólegan hring í kringum sundhöll og teygt vel á
Fimmtudagurinn 2. febrúar
Lengra komnir
Innanbæjarhlaup c.a. 6-7km(Styttra vegna Þorrapizzu) á jöfnum hraða en taka allavega 5x100metra spretti einhverntíma á leiðinni á mikilli ákefð,
allt í góðu að láta líða smá á milli.
Upphitun: Hlaupið Rólega niður á Árveg
Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Erlurimi-Suðurhólar-Gagnheiði-Fossheiði-Tryggvagata- Sundhöll
-Styttingar að sjálfsögðu leyfðar
Niðurlag: Ganga einn hring í kringum sundhöll og teygja vel á
Byrjendur
Úr sófa í 5km hlaup
Vika 1: Æfing 1 -Með þjálfara
Rösk ganga í 5 mínútur
Síðan 60 sek af skokki og 90 sek af göngu í 20mín
Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Tryggvagata-Sundhöll
Niðurlag: Teygja vel á eftir æfingu
Laugardagurinn 4. febrúar
Lengra komnir
Langt hlaup c.a. 8-15km
Leiðin er ykkar val en mæli t.d. með að fara Vota ef veður leyfir.
Muna að teygja vel á eftir:)
Byrjendur
Úr sófa í 5km hlaup
Vika 1: Æfing 2
Rösk ganga í 5 mínútur
Síðan 60 sek af skokki og 90 sek af göngu í 20mín
Leiðin er ykkar val:)
Muna að teygja vel á eftir:)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.