Leita í fréttum mbl.is

Æfingaáætluna vikuna 30.jan-5.feb Byrjendanámskeið og Þorrapizza

Sælir kæru félagar

Þá er áætlunin fyrir þessa viku tilbúin. Eins og þið kannski vitið er hópurinn að fara af stað með byrjendanámskeið í vikunni eða á fimmtudaginn
sem búið er að auglýsa í Dagskránni. Ef þið þekkið einhvern sem langar að byrja að hlaupa, hvetjið hann þá endilega til að mæta.
Eftir æfingu á fimmtudaginn er einnig Þorrapizzan okkar góða en hún verður haldin á Kaffi Krús að loknu hlaupi og sundferð:)

Vonast til þess að sjá sem flesta:)

Kv. Salóme Rut

Þriðjudagurinn 31. janúar

Innanbæjarhlaup, rólegt c.a. 8km

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Suðurhólar-Fosslandið-Þóristún-Árvegur-Bankavegur-Sundhöll
Styttingar að sjálfsögðu leyfðar.

Niðurlag: Gengið rólegan hring í kringum sundhöll og teygt vel á

Fimmtudagurinn 2. febrúar

Lengra komnir

Innanbæjarhlaup c.a. 6-7km(Styttra vegna Þorrapizzu) á jöfnum hraða en taka allavega 5x100metra spretti einhverntíma á leiðinni á mikilli ákefð,
allt í góðu að láta líða smá á milli.

Upphitun: Hlaupið Rólega niður á Árveg

Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Erlurimi-Suðurhólar-Gagnheiði-Fossheiði-Tryggvagata- Sundhöll
-Styttingar að sjálfsögðu leyfðar

Niðurlag: Ganga einn hring í kringum sundhöll og teygja vel á

Byrjendur

Úr sófa í 5km hlaup

Vika 1: Æfing 1 -Með þjálfara
Rösk ganga í 5 mínútur
Síðan 60 sek af skokki og 90 sek af göngu í 20mín

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Tryggvagata-Sundhöll

Niðurlag: Teygja vel á eftir æfingu

Laugardagurinn 4. febrúar

Lengra komnir

Langt hlaup c.a. 8-15km

Leiðin er ykkar val en mæli t.d. með að fara Vota ef veður leyfir.

Muna að teygja vel á eftir:)

Byrjendur

Úr sófa í 5km hlaup

Vika 1: Æfing 2
Rösk ganga í 5 mínútur
Síðan 60 sek af skokki og 90 sek af göngu í 20mín

Leiðin er ykkar val:)

Muna að teygja vel á eftir:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband