Leita í fréttum mbl.is

Heimsókn í Hveragerði

IMG_1670Frískir Flóamenn gerðu góða ferð í Hveragerði laugardaginn 14. janúar. Hamarsmenn tóku vel á móti níu Frískum og Pétur leiddi hóp um 30 hlaupara um mishálar götur í Hveragerði, og aðeins út fyrir bæinn, en þar var auður vegur. Þá var farið í heitan og kaldan pott í lauginni í Laugarskarði. Hlýddum svo á mjög áhugaverða fyrirlestra, Trausta, Herdísar og Guðjóns. Trausti, sem er læknir, fjallaði um hugarfar og hversu mikilvægt það væri að líta björtum augum á lífið, sýndi með myndum niðurstöður um hvernig létt lund lengdi lífið. Herdís matvælafræðingur, fjallaði um næringu og gaf ráð um hvað við hlauparar ættum að legga okkur til munns. Þá tók Guðjón við, en hann er sjúkraþjálfari, og ræddi um álagsmeiðsl hjá hlaupurum og meðferð þeirra. Lagði hann áherslu á að hlauparar gerðu eitthvað í málunum fyndu þeir fyrir meiðslum. Guðjón tók síðan hópinn í styrktaræfingar. Súpa og brauð í lokin í boði Hamarsmanna. Takk fyrir okkur Pétur og Lísa og allir Hamarsskokkarar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband