17.12.2011 | 09:09
Draugahlaup á Móraslóðir

Draugar, álfar, huldufólk, tröll og ýmsir vættir og kynjaverur geta verið á kreiki í kringum áramótin. Af því tilefni bjóða Frískir Flóamenn upp á draugahlaup á Móraslóðir með Þór Vigfússon í broddi fylkingar. Farið verður með langferðabifreið frá sundlauginni fimmtudaginn 29 desember kl. 18:30 og stoppað hér og þar á leiðinni, skokkað og skyggnst eftir Mórum og Skottum og eflaust lumar Þór á einhverjum mergjuðum sögum. Síðasta stopp er á Kríukránni þar sem verður hægt að kaupa sér eitthvað hjartastyrkjandi eftir allan draugaganginn. Áætluð tímalengd er ca 2 tímar og ekki er gert ráð fyrir löngum hlaupum á leiðinni svo þetta verður við allra hæfi. Áhugasamir eru beðnir um að tilkynna þátttöku á fésbókarvef Frískra eða á leifur@mi.is.
Á æfingunni á gamlársdagsmorgun verður hlaupið innanbæjar og ætlar Helga að taka á móti frískum með kaffi og kökum eftir æfingu. Hlaupakveðjur stjórnin.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.