21.11.2011 | 20:08
Æfingaáætlun vikuna 21.- 27. nóvember
Sælir félagar
Hérna er æfingaáætlun vikunnar
Eru ekki allir búnir að taka fram mannbroddana?:)
Kv. Salóme
Þriðjudagurinn 22. nóvember
Bæjarhringur- sirka 8km
Tempó hlaup- Ágætis hraði en þó án þess að streða, hraðar en rólegt hlaup
Upphitun: Hlaupið rólega Bankaveginn
Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur- Heiðmörk- Austurvegur- Langholt- Erlurimi- Suðurhólar- Norðurhólar- Nauthólar(eftir stíg)- Kirkjuvegur- Engjavegur- Eyrarvegur- Bankavegur- Sundhöll.
Niðurlag: Gengið hringinn í kringum laug og teygt vel áJ
Fimmtudagurinn 24. nóvember
Vallaræfing- Intervalæfing(Píramídi)
Upphitun: Hlaupið Austurveg og Engjaveg upp á íþróttavöll
Aðalþáttur (7 hringir + 1 hringur rólega)
#1: 100m hratt 300m rólega(1 hringur)
#2: 200m hratt 200m rólega (1 hringur)
#3: 300m hratt 100m rólega (1 hringur)
#4: 400m hratt (1 hringur)
2-4mín virk hvíld(ganga og liðka sig)
#5: 300m hratt og 100m rólega (1 hringur)
#6: 200m hratt og 200m rólega (1 hringur)
#7: 100m hratt og 300m rólega (1 hringur)
#8: 1 hringur rólega í lokin (1 hringur)
Allir hringir teknir í röð nema hvílt eftir hring #4. Rólegi þáttur hringsins á að vera mjög hægur til að ná púlsinum vel niður fyrir næsta sprett.
Niðurlag: Hlaupið að sundhöll, gengið hring og teygt vel áJ
Laugardagurinn 26. nóvember
Langt- Rólegt (8-15km)
Leiðin er ykkar valJ
Endilega hlaupið á grasi eða öðru mjúku undirlagi, t.d. fínt að vera á vellinum en auðvitað ekki allan tímann.
Muna að teygja vel á eftir hlaup
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.