30.10.2011 | 16:06
Æfingaáætlun vikuna 31.okt-6.nóv
Æfingaáætlun næstkomandi viku(31.okt-6.nóv).
Þriðjudagurinn 1. nóvember
Skógarhlaup- stuttir sprettir
Hlaupið rólega yfir í skógrækt. Í skógræktinni eru síðan teknir 1-3 hringir,
fer eftir hverjum og einum hvað hann vill fara langa vegalengd.
Teknir hraðir en stuttir sprettir inn á milli, þið ráðið hversu langt og hve oft.
Niðurlag: Hlaupið rólega að sundhöll, genginn einn hringur og teygt vel á.
Fimmtudagurinn 3. nóvember
Vallaræfing-tempó
Upphitun: Hlaupið rólega eftir Austurvegi inn á Engjaveg og inn á íþróttavöllinn.
8-10x400metrar á vellinum. Tempóhlaup, nokkuð hratt
-Eftir 2. hring er stoppað og teknar 30 kviðæfingar
-Eftir 4. hring er stoppað og teknar 15 armbeygjur(má vera á hnjánum)
-Eftir 6. hring er stoppað og tekin 12 froskahopp
-Eftir 8. hring er stoppað og teknar 15 bakfettur
-Eftir 10. hring er stoppað og tekin 30 framstig (15 á hvorn fót)
Einn hringur rólega í lokin
Niðurlag: Hlaupið aftur að sundhöll. Hægt að taka smá hring eftir Engjavegi, Langholti og Austurvegi.
Gengið einn hring í kringum sundhöll og teygt vel á.
Laugardagurinn 5. nóvember
Langt hlaup-rólegt
Veglengd á bilinu 8-16km
Leiðin er ykkar val
Muna að ganga einn hring og teygja vel eftir á:)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Athugasemdir
Góðan daginn,
Við hjá SGB í Hveragerði viljum bara minna aðeins á okkur, vorum að taka upp ný ljós fyrir hlaupafólk. Endilega kíkið á www.ljosin.net
Kv
Gunnar
Gunnar (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.