24.9.2011 | 18:58
Gústi hlaut Framfarabikar Frískra Flóamanna
Að loknu Fríska Sólheimahlaupinu var framfarabikar FF afhentur íbúa Sólheima sem sýnt hefur framfarir og góða ástundun í íþróttum eða annarri hreyfingu á árinu. Fimm voru tilnefnd, Reynir Pétur Steinunnarson, Ólafur Benediktsson, Guðrún Lára Aradóttir, Lárus Fjeldsted og Ágúst Þór Weber Guðnason eða Gústi gormur. Famfarabikarinn 2011 hlaut Gústi en hann stundar og keppir í frjálsum íþróttum og hefur náð góðum árangri og bætti sig í mörgum greinum á árinu. Gústi er einnig góður í fótbolta, körfubolta og sundi. Hann hjólar og hjólar og hleypur hraðar en vindurinn. Um leið og Sigmundur afhenti Gústa bikarinn, sem hann hefur svo sannarlega unnið fyrir, sagði hann það ósk Frískra Flóamanna að Gústi afhendi bikarinn á næsta ári, eða 2012, til einstaklingsins á Sólheimum sem sýnir mestar framfarir og heilbrigðan lífsstíl. Til hamingju Gústi. Fleiri myndir í albúmi.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.