18.9.2011 | 16:54
Sólheimahlaupið laugardaginn 24. september
Laugardag um næstu helgi 24. september ætla Frískir Flóamenn að gera sér dagamun og fara í hlaupaferð að Sólheimum í Grímsnesi. Við söfnumst í bíla við sundlaugina á Selfossi og förum þaðan kl. 9:30. Förum að Borg í Grímsnesi og hlaupum þaðan um kl. 10 að Sólheimum, sem eru um 9 km. Einnig verður hægt að hjóla eða ganga og fara styttri vegalengdir. Íbúar á Sólheimum ætla að slást í för með okkur svo og hjólahópur HSU og kannski fleiri því allir eru velkomnir. Engin skráning í hlaupið engin tímataka. Eftir hlaup verður farið í laugina á Sólheimum og síðan í léttan málsverð á Grænu könnunni (um kr. 1000-1500 á mann). Þá verður framfarabikar Frískra Flóamanna afhentur íbúa á Sólheimum en hann er farandbikar ætlaður einstaklingi á Sólheimum sem sýnt hefur almennar framfarir og/eða góða ástundum í íþróttum á árinu. Heimferð er áætluð um kl. 13:30. Hlaupið er á degi Moving Planet sem er alheimsátak, sem miðar að því að minnka kolefnislosun í heiminum, sjá www.moving-planet.org. Þennan dag eru allir hvattir til þess að leggja bílum og hjóla, ganga eða hlaupa til að leggja málefninu lið. Þeir sem ætla að fara láti vita með tölvupósti á skolavellir12@simnet.is eða í síma 840 6320 í síðasta lagi á fimmtudag 22. sept. Fjölmennum og gerum þetta að skemmtilegum degi.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.