16.7.2011 | 23:47
Laugavegshlaupið 2011
Laugavegshlaupið fór fram í dag 16. júlí í fínu veðri, þurt var og sólskin en heldur heitt þegar á hlaupið leið. 306 hlauparar lögðu af stað frá Landmannalaugum en 289 skiluðu sér í mark í Þórsmörk. Svisslendingurinn Alexandre Vuistiner kom fyrstur í mark á tímanum 4:59:21 sem er 16. besti tíminn í 15 ára sögu hlaupsins. Annar í mark var Örvar Steingrímsson á 5:02:22. Sigurvegari í kvennaflokki var Guðbjörg Margrét Björnsdóttir. Guðbjörg hljóp á tímanum 5:50:54. Nokkrir Frískir Flóamenn hlupu og stóðu sig með sóma. Fyrstur Selfyssinga var Stefán Hólmgeirsson og rann hann skeiðið á 5:39:54 og var 17. í mark í sínu fyrsta Laugavegshlaupi. Um 30 Frískir Flóamenn stóðu vaktina á hlaupaleiðinn, gættu brautar, veittu drykki og sáu til þess, ásamt björgunarsveitarmarmönnum úr Björgunarfélagi Árborgar, að allt gengi upp á hlaupaleiðinni. Allt gekk að óskum en helst var það hiti sem gerði hlaupurum erfitt fyrir svo þeir misstu mikinn vökva sem dró máttinn úr sumum. Myndir frá hlaupinu eru í myndaalbúmi og úrslitin á marathon.is.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.