Leita í fréttum mbl.is

Laugavegshlaupið 2011

img_0986.jpgLaugavegshlaupið fór fram í dag 16. júlí í fínu veðri, þurt var og sólskin en heldur heitt þegar á hlaupið leið. 306 hlauparar lögðu af stað frá Landmannalaugum en 289 skiluðu sér í mark í Þórsmörk. Svisslendingurinn Alexandre Vuistiner kom fyrstur í mark á tímanum 4:59:21 sem er 16. besti tíminn í 15 ára sögu hlaupsins. Annar í mark var Örvar Steingrímsson á 5:02:22. Sigurvegari í kvennaflokki var Guðbjörg Margrét Björnsdóttir. Guðbjörg hljóp á tímanum 5:50:54. Nokkrir Frískir Flóamenn hlupu og stóðu sig með sóma. Fyrstur Selfyssinga var Stefán Hólmgeirsson og rann hann skeiðið á 5:39:54 og var 17. í mark í sínu fyrsta Laugavegshlaupi. Um 30 Frískir Flóamenn stóðu vaktina á hlaupaleiðinn, gættu brautar, veittu drykki og sáu til þess, ásamt björgunarsveitarmarmönnum úr Björgunarfélagi Árborgar, að allt gengi upp á hlaupaleiðinni. Allt gekk að óskum en helst var það hiti sem gerði hlaupurum erfitt fyrir svo þeir misstu mikinn vökva sem dró máttinn úr sumum. Myndir frá hlaupinu eru í myndaalbúmi og úrslitin á marathon.is.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband