Leita í fréttum mbl.is

Bláskógaskokk HSK

IMG 7771Bláskógaskokk HSK verður haldið laugardaginn 25. júní nk. og hefst kl. 11:00. Hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns, eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns. Ein drykkjarstöð er á hlaupaleiðinni. Engin bílaumferð verður um veginn meðan á hlaupinu stendur. Vegalengdir eru 5 km og 10 mílur (16,09 km). Forskráning er á hlaup.is og hægt er að skrá sig í íþróttahúsinu á Laugarvatni (sundlaug) fyrir hlaup. Keppendur mæti við íþróttahúsið á Laugarvatni og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Rútuferð að Gjábakka kl. 10:30. Skráningargjald er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir 17 ára og eldri. Innifalið í skráningargjaldi er rútuferð frá Laugarvatni að rásmarki og aðgangur að sundlaugina á Laugarvatni. Gegn framvísun keppnisnúmers fá keppendur aðgang í sund. Allir þátttakendur fá verðlaun. Sérverðlaun verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í 5 km og 10 mílur. Verðlaunaafhending fer fram á íþróttavellinum á Laugarvatni strax eftir hlaup.Umf. Laugdæla sér um framkvæmd hlaupsins.
Nánari upplýsingar veita Kári Jónsson í síma 824 1260 og Ingvar Garðarsson í síma 482 2730 og 698 5730.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband