18.6.2011 | 13:41
Bláskógaskokk HSK
Bláskógaskokk HSK verður haldið laugardaginn 25. júní nk. og hefst kl. 11:00. Hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns, eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns. Ein drykkjarstöð er á hlaupaleiðinni. Engin bílaumferð verður um veginn meðan á hlaupinu stendur. Vegalengdir eru 5 km og 10 mílur (16,09 km). Forskráning er á hlaup.is og hægt er að skrá sig í íþróttahúsinu á Laugarvatni (sundlaug) fyrir hlaup. Keppendur mæti við íþróttahúsið á Laugarvatni og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Rútuferð að Gjábakka kl. 10:30. Skráningargjald er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir 17 ára og eldri. Innifalið í skráningargjaldi er rútuferð frá Laugarvatni að rásmarki og aðgangur að sundlaugina á Laugarvatni. Gegn framvísun keppnisnúmers fá keppendur aðgang í sund. Allir þátttakendur fá verðlaun. Sérverðlaun verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í 5 km og 10 mílur. Verðlaunaafhending fer fram á íþróttavellinum á Laugarvatni strax eftir hlaup.Umf. Laugdæla sér um framkvæmd hlaupsins.
Nánari upplýsingar veita Kári Jónsson í síma 824 1260 og Ingvar Garðarsson í síma 482 2730 og 698 5730.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.