Leita í fréttum mbl.is

Norðurlandameistaramót í 10 km brautarhlaupi á Selfossi

Í dag fór fram NM í 10 km brautarhlaupum kvenna og karla á vígslumóti nýja frjálsíþróttavallarins á Selfossi. Finnar unnu bæði kvenna og karlahlaupið.  Níu kepptu í karlaflokki og þar sigraði Finninn Jarkko Hamberg á 30:35,90 mín. Sænskur hlaupari leiddi hópinn mest allt karlahlaupið sem tók á í vindinum svo hann varð að gefa eftir í lokin. Daninn Michael Nielsen varð annar á 30:38,13 mín, 0,24 sekúndum á undan Morten Fransen.Í kvennahlaupinu hlupu átta konur og varð Elina Lindgren frá Finnlandi fyrst þeirra NM í 10 km Selfossi 2011á 35:06,64 mín en önnur varð Louise Wiker frá Svíþjóð á 35:34,42 mín. Nina Chydenius frá Finnlandi varð þriðja á 35:45,79 mín. Aðeins einn keppandi var frá Íslandi, Arndís Ír, og var hún síðust í sterkum hópi kvenna. Veður var heldur óhagstætt talsverður vindur og svalt. Aska frá Grímsvatnagosinu barst yfir svæðið skömmu eftir að hlaupinu lauk. Fjórir Frískir Flóamenn töldu hringina með dyggri aðstoð Sigurbjarnar Árna Arngrímssonar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband