22.5.2011 | 16:42
Norðurlandameistaramót í 10 km brautarhlaupi á Selfossi
Í dag fór fram NM í 10 km brautarhlaupum kvenna og karla á vígslumóti nýja frjálsíþróttavallarins á Selfossi. Finnar unnu bæði kvenna og karlahlaupið. Níu kepptu í karlaflokki og þar sigraði Finninn Jarkko Hamberg á 30:35,90 mín. Sænskur hlaupari leiddi hópinn mest allt karlahlaupið sem tók á í vindinum svo hann varð að gefa eftir í lokin. Daninn Michael Nielsen varð annar á 30:38,13 mín, 0,24 sekúndum á undan Morten Fransen.Í kvennahlaupinu hlupu átta konur og varð Elina Lindgren frá Finnlandi fyrst þeirra á 35:06,64 mín en önnur varð Louise Wiker frá Svíþjóð á 35:34,42 mín. Nina Chydenius frá Finnlandi varð þriðja á 35:45,79 mín. Aðeins einn keppandi var frá Íslandi, Arndís Ír, og var hún síðust í sterkum hópi kvenna. Veður var heldur óhagstætt talsverður vindur og svalt. Aska frá Grímsvatnagosinu barst yfir svæðið skömmu eftir að hlaupinu lauk. Fjórir Frískir Flóamenn töldu hringina með dyggri aðstoð Sigurbjarnar Árna Arngrímssonar.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.