30.4.2011 | 17:42
Frískir Flóamenn í vormaraþoni
Í dag 30. apríl var svokallað vormaraþon í Reykjavík sem Félag Maraþonhaupara stóð fyrir. Hlaupið var maraþon og hálft maraþon. Það snjóaði á meðan á hlaupinu stóð en vindur var hægur. Mjög góð þátttaka var, 258 luku hálfu maraþoni og 35 maraþoni. Nokkrir Flóamenn tóku þátt og stóðu sig með sóma. Óli Einars og Steini luku maraþoni og var Óli að fara sitt fyrsta maraþon. Óli lauk á tímanum 3:23:34, sem er virkilega góður tími, og Steini var á 3:33:00 og var að bæta sig um meira en 3 mín, flott hjá þeim. Ingileif og Vigfús fóru hálft maraþon og gerðu glæsilegt hlaup, lauk Ingileif á 2:05:15 og bætti sig um meira en 10 mínútur, Vigfús á 2:07:36 og bætti sig um meira en fimm mínútur. Sigmundur þurfti að hætta í heilu og Anna í hálfu. Gengur bara betur næst hjá þeim. Úrslitin eru á hlaup.com.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.