22.9.2010 | 10:35
Hlaupaferð að Sólheimum 3. október
Þann 3. október nk. (ekki 2. eins og til stóð) ætla Frískir Flóamenn að gera sér dagamun og fara í hlaupaferð að Sólheimum í Grímsnesi. Við söfnumst í bíla við sundlaugina og förum þaðan kl. 9:30. Förum að Borg í Grímsnesi og hlaupum þaðan að Sólheimum, sem eru um 9 km. Íbúar á Sólheimum ætla að slást í för með okkur síðasta spölinn. Eftir hlaup verður farið í laugina á Sólheimum og síðan í léttan málsverð hjá Sölva Hilmars á Grænu Könnunni (um þúsund á mann). Þá stendur til að færa Sólheimum framfarabikar, sem er ætlaður sem farandbikar til einstaklings á Sólheimum. Að lokum munum við skoða Sesseljuhús undir leiðsögn. Heimferð er áætluð um kl. 15. Fjölmennum og gerum þetta að skemmtilegum degi. Vinsamlegast tilkynnið þáttöku til Önnu Maríu (s:8613413) eða Magnúsar (s: 840 6320) eða á netfengið skolavellir12@simnet.is í síðasta lagi 29. sept.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.