Leita í fréttum mbl.is

Áheitavefur fyrir Reykjavíkurmaraþon opnaður

img_5080.jpgEins og áður hefur komið fram ætla Frískir Flóamenn að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar Parkinsonsamtökunum. Opnaður hefur verið nýr áheitavefur fyrir Reykjavíkurmaraþon 2010, hlaupastyrkur.is. Hver hlaupari safnar áheitum. Til að hefja söfnun þurfa hlauparar að fara inn á vefinn og velja „nýskráning“, velja síðan góðgerðarfélag, Parkinsonsamtökin á Íslandi. Hægt er að setja inn mynd af sér og segja hversvegna við hlaupaum fyrir tiltekið málefni. Hægt er að safna áheitum í tveimur flokkum; sem boðhlaupslið eða sem einstaklingur sem tekur þátt í maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km hlaupi eða 3 km skemmtiskokki. Þú þarft að fá einhverja til að heita á þig, einstaklinga eða fyrirtæki og þarft því að láta vita af því að þú ert að hlaupa til að safna áheitum, t.d. með tölvupósti eða á Facebook. Áheit er hægt að greiða með kreditkorti eins og verið hefur undanfarin ár en auk þess er hægt að heita á hlaupara með því að senda sms skilaboð. Minni á íþróttadrykki frá MS sem eru í afgreiðslunni í sundlauginni eftir hlaupaæfingar FF.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband