20.7.2010 | 10:50
Áheitavefur fyrir Reykjavíkurmaraþon opnaður
Eins og áður hefur komið fram ætla Frískir Flóamenn að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar Parkinsonsamtökunum. Opnaður hefur verið nýr áheitavefur fyrir Reykjavíkurmaraþon 2010, hlaupastyrkur.is. Hver hlaupari safnar áheitum. Til að hefja söfnun þurfa hlauparar að fara inn á vefinn og velja nýskráning, velja síðan góðgerðarfélag, Parkinsonsamtökin á Íslandi. Hægt er að setja inn mynd af sér og segja hversvegna við hlaupaum fyrir tiltekið málefni. Hægt er að safna áheitum í tveimur flokkum; sem boðhlaupslið eða sem einstaklingur sem tekur þátt í maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km hlaupi eða 3 km skemmtiskokki. Þú þarft að fá einhverja til að heita á þig, einstaklinga eða fyrirtæki og þarft því að láta vita af því að þú ert að hlaupa til að safna áheitum, t.d. með tölvupósti eða á Facebook. Áheit er hægt að greiða með kreditkorti eins og verið hefur undanfarin ár en auk þess er hægt að heita á hlaupara með því að senda sms skilaboð. Minni á íþróttadrykki frá MS sem eru í afgreiðslunni í sundlauginni eftir hlaupaæfingar FF.
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.