
Bláskógaskokk HSK verður haldið laugardaginn 26. júní nk. og hefst kl. 11:00. Hlaupin verður hin geysifallega leið frá Gjábakka, eftir Gjábakkavegi (Lingdalsheiði), að Laugarvatni. Ein drykkjarstöð er á hlaupaleiðinni og er þar vatn í boði. Reynt verður að takmarka bílaumferð um veginn meðan á hlaupinu stendur.Vegalengdir eru 5 km og 10 mílur (16,09 km) með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 16 ára og yngri,17-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Í 5 km er keppt í flokkum 16 ára og yngri og 17 ára og eldri hjá báðum kynjum.Hægt er að forskrá sig á hlaup.is og greiða með kreditkorti. Forskráningu á hlaup.is lýkur föstudaginn 25. júní kl. 21:00. Skráning verður einnig í íþróttahúsinu að Laugarvatni fyrir hlaup. Allir keppendur þurfa að mæta við íþróttahúsið á Laugarvatni þar sem þeir staðfesta skráningu og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Þaðan verður rútuferð á Gjábakka kl. 10:30. Skráningargjald er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir 17 ára og eldri og greiðist áður en hlaup hefst. Innifalið í skráningargjaldi er rútuferð frá Laugarvatni að rásmarki og aðgangur að sundlaugina á Laugarvatni. Allir þátttakendur fá verðlaun. Sérverðlaun verða veitt fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í 16 km. Keppendur fá frían aðgang í sund. Verðlaunaafhending verður á íþróttavellinum á Laugarvatni strax eftir hlaup. Umf. Laugdæla sér um framkvæmd hlaupsins eins og undanfarin ár.Nánari upplýsingar veita Kári Jónsson í síma 824 1260 og Ingvar Garðarsson í síma 482 2730 og 698 5730. Hvet alla til að taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi í fallegu landslagi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.