Færsluflokkur: Bloggar
30.10.2008 | 23:47
Endurskin!!!

Núna þegar myrkrið er orðið svona mikið ætti endurskinsmerkið að vera hluti af hlaupagallanum. Sýnum gott fordæmi í myrkrinu.
Sjáumst.
Kv Lísa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 18:40
Fjöruhlaupið 2008
Jæja mín kæru, var að setja inn myndir frá Fjöruhlaupinu okkar góða. Við vorum heppin með veður eins og venjulega og voru flestir ef ekki allir búnir að tína af sér spjarir áður en á leiðarenda var komið enda ólíkt undirlag sem verið er að hlaupa á og því erfiðara að fóta sig. Nokkrir voru að hlaupa fjöruna í fyrsta skipti og vilja ólm koma að ári eða þegar næst verður farið. Að hlaupinu loknu var farið í sundlaugina í Þorlákshöfn og verður að segjast að laugin og búningsaðstaðan er hin glæsilegasta. Svo má ekki gleyma súpunni góðu sem rann ljúflega niður í svanga hlaupara.
kveðja Lísa.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 13:51
Powerade á Selfossi veturinn 2008 - 2009
Powerade hlauparöðin á Selfossi eru alls sex hlaup 10 km að lengd og eru þau alltaf laugardaginn eftir Powerade hlaupin í Reykjavík.
Dagsetningar hlaupanna
11.10.2008
15.11.2008
13.12.2008
10.01.2009
14.02.2009
14.03.2009
Hlaupið hefst kl 10:00 frá Sundhöllinni á Selfossi.
Nánari upplýsingar
Pétur Frantzson pif17 (hjá) simnet.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 17:31
Fjöruhlaup laugardaginn 4. okt. kl. 12:00
Farið verður með rútu frá Sundhöll Selfoss klukkan 12:00. Hlaupið verður frá Óseyrarbrú og að sundlaug Þorlákshafnar og eru það um 10 km. Hægt verður að hlaupa styttri vegalengdir líka. Eftir hlaup verður farið í sund og að því búnu verður snædd súpa og brauð í Bláa Hafinu. Kostnaður er kr. 2.600- á mann.
17:15 hópurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 00:15
Stokkseyrarhlaupið 2007
Þegar Stokkseyrarhlaupið var hlaupið 2007 var farin Gaulverjabæjarvegurinn sem gerir 20 km. Í minningunni var stafalogn og glampandi sólskin eins og venjulega en eitthvað eru myndirnar sem ég var að setja inn að gefa annað til kynna. Ég veit alla veganna að það var gaman hjá okkur eins og venjulega.
Kveðja Lísa ;-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 20:32
Nýr þjálfari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 01:46
Tíbetmaraþon
Var að setja inn nokkrar myndir frá Tíbetmaraþoninu sem við Pétur fórum í núna í sumar. Hlaupið var í 40°C hita og blanka logni. Var því kærkomið að fá kalda gusu yfir höfuðið á fjögra km. fresti.
Ferðin var öll alveg frábær, skemmtilegir ferðafélagar sem flestir tóku þátt í hlaupinu og ekki var með nokkru móti hægt að láta sér leiðast. Mæli eindregið með þessari ferð.
Kveðja Lísa og Pétur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 12:02
Bláskógarskokk 2008
Ég var að setja inn myndir úr Bláskógarskokkinu sem fór fram um síðustu helgi í fínu veðri. Níu Frískir flóamenn tóku þátt í hlaupinu að þessu sinni. Úrslitin verða birt á www.hlaup.is.
kv. Guðrún Lára
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 22:37
Hlaupadagskrá - 1. maí - slúttið
Sæl öll
Hér kemur fyrst hlaupadagskrá vikunnar.
Á fimmtudag verður hlaupinn litli Voti
Á laugardag verður hlaupinn stóri Voti
Á mánudag verður hlaupið 2 Langholtshringir, sá fyrri mjög hægt og sá seinni mjög hratt.
**********************************************************************************
Þann 1. maí stendur til að fagna afmæli Frískra flóamanna. Þá ætlum við að hlaupa Sólheimahringinn. Allur hringurinn er í kringum 16 km en hægt er að hlaupa styttra líka. Á eftir fáum við að fara í sund á Borg í Grímsnesi (laugin verður opnuð fyrir okkur) og svo endum við í súpu í Gömlu Borg.
Við ætlum að leggja af stað frá Selfossi klukkan 10.
Pétur hefur beðið um að láta fara fram kosningu innan hópsins fyrir slúttið okkar í vor. Það þarf að kjósa í eftirfarandi 3 embætti:
- vonbrigði vetrarins (hefur ekki tekið framförum í vetur)
- bjartasta vonin (hefur tekið mestum framförum í vetur)
- flóamaður vetrarins (hefur staðið sig best á allan hátt í vetur)
Sendið mér póst með nöfnum þeirra sem eiga að fara í hvert embætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 20:31
Föstudagurinn langi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið