Leita í fréttum mbl.is

Ingvar með HSK met í 5 km

IMG 0727Viðavangshlaup ÍR var haldið í 100. sinn á sumardaginn fyrsta. Hlaupnir voru 5 km um miðbæ Reykjavíkur. Tæplega 1200 hlauparar luku hlaupinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Ingvar Garðarsson var að fara sitt 35. hlaup og setti HSK met í flokki 55-59 ára. Hann kom í mark á 19.35 og var 5. í sínum flokki. Renuka hljóp á 23.49 og var 11. í sínum flokki. Magnús Ragnar og Hólmfríður sprettu einnig úr spori og náðu fínum tímum. Aldeilis frábært hjá þeim.


Intersporthlaupið eins og vindurinn 1.maí

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn stendur fyrir Intersporthlaupinu eins og vindurinn þann 1. maí nk.og hefst það kl. 13:00

Hlaupaleið: Lengd hlaupsins er 10 km og er hún löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ og á lista Frí yfir viðukennd hlaup.

Hlaupaleiðin er milli Intersports [BYKO] á Selfossi og Timurhóls við Gaulverjabæjarveg.  Hlaupið hefst eða endar við Intersport,fer það eftir því hvort hagstæðara er mtt. vindáttar.  Hlaupaleiðin er um sléttlendi Flóans.

Skráning: Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. maí kl. 21:00.  Skráning og afhending keppnisnúmera er í Intersporti Selfossi frá kl. 16-18 þann 30. apríl. Þátttökugjald er kr. 2.500 og greiðist með peningum nema í forskráningu. Keppnisnúmer verður einnig hægt að nálgast á hlaupadegi frá kl.11:00 til 12:15 á sama stað. Rúta flytur keppendur að rásmarki, brottför er frá Intersport kl. 12:20. 

 Flokkaskipting: Aldursskiping hjá konum og körlum;

39 ára og yngri, 40-49, 50-59, 60 ára og eldri

Verðlaun: Verðlaun verða fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki.

Vegleg sérverðlaun frá verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu. Einnig verða útdráttarverðlaun.

Verðlaunaafhending verður við Intersport að hlaupi loknu. Frítt er fyrir þáttakendur  sund í Sundhöll Selfoss að hlaupi loknu gegn framvísun keppnisnr.

Tilvalið hlaup til að bæta sig í 10 km hlaupi, eða bara að fara sitt fyrsta keppnishlaup. 

Nánari upplýsingar eru í síma 840 6320 (Magnús).

IMG 8424

 

 

 

 


Frískir Flóamenn í Flóahlaupinu

IMG_2996

Flóahlaupið var haldið laugardaginn 11. apríl sl. Veður var ekki upp á það besta norð vestan 12 m á sek og hiti nálægt frostmarki en þurrt. Fjöutíu og tveir hlauparar mættu til leiks og þar af hlupu 26 10 km. Hellisheiði lokaðist fyrr um daginn og hefur það og veðrið haft áhrif á þátttökuna.  Átta Frískir Flóamenn mættu til leiks og sex þeirra komust á pall. Ingvar Garðarsson var annar í 10 km hlaupinu og sigraði 50 ára flokkinn. Þetta var 36 Flóahlaup Ingvars en hlaupið hefur verið haldið í 37 skipti, geri aðrir betur. Svanlaug var þriðja í 5 km kvenna og Óskar þriðji í 5 km karla. Sarah sigraði undir 39 ára flokk kvenna í 10 km, Renuka var önnur í 40 ára flokknum og Magnús annar í flokki 60 ára karla. Eins og alltaf svignuðu borðin í Félagslundi undan gómsætum veitingum sem svangir hlauparar átu af góðri list. Úrslitin í hlaupinu eru á hlaup.is.

 


Af aðalfundi

Aðalfundur Frískra Flóamanna var haldinn miðvikudaginn 11. febrúar og var hann vel sóttur. Leifur formaður setti fundinn og stjórnaði. Magnús greindi frá helstu viðburðum ársins og Helga gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum. Fjárhagsstaðan er góð og svigrúm til að hafa þjálfara áfram. Helsta tekjulindin er aðstoð við Laugavegshlaupið en einnig voru nokkrar tekjur af hlaupinu undan vindi. Ákveðið er aðhalda það1.maí í vor og til stendur að gera meira úr því hlaupi og reyna að fá fleiri þátttakendur. Fram kom að 24 Frískir eru skráðir í hlaupaferðina til Munchen í haust. Leifur, Helga og María gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn. Í þeirra stað voru kosin Aðalbjörg, sem er gjaldkeri, Svanlaug og Sigurður Gunnars. Magnús var kjörinn formaður. 


Þorrapitsa Kaffi Krús fimmtudaginn 12.2.

IMG_7694
Næstkomandi fimmtudag 12. 2. verður hin árlega og Þorrapitsa Frískra Flóamanna haldin á Kaffi Krús kl 20:00. 
Til að tryggja nægjanlegt magn af pítsum og öðru meðlæti eru hlaupar og aðrir sem áhuga hafa að mæta  eru skrái sig hjá Berki.
Kostnður við herlegheitin er ekki nema 1890 kr á mann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband