Leita í fréttum mbl.is

Þorrablót

Þorrablót Frískra Flóamanna var haldið í Selinu 6. febrúar sl.  Bornar fram pizzur og þorramatur með.  Blótið var vel sótt og tókst vel. Skemmtilegur siður sem við þurfum að viðhalda.

20180206_192807


Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Frískra Flóamanna var haldin í Tryggvaskála 20. október sl. Eftir gómsætan málsverð happdrætti og Fríska hlaupabúningasýningu voru að venju veittar viðurkenningar til  hlaupara. Kvenhlaupari ársins er Arna Ír. Hún hefur verið mjög ötul við æfingar á árinu og náði feikna góðum árangri í keppnishlaupum bæði í götuhlaupum og utanvega. Fór 21 km í Miðnæturhlaupinu og náði þar sínum besta tíma. Fór Laugaveginn og varð 3. í sínum aldurflokki og bætti tíma sinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hún setti tvö HSK og Selfossmet í sínum aldursflokki á árinu, í hálfmaraþoni í Reykjavík og í Laugavegshlaupinu. Vigfús var valinn karlhlaupari ársins. Hann byrjaði að stunda hlaup árið 2009 og fór þá fljótlega að hlaupa með Frískum Flóamönnum. Hefur verið mög duglegur að taka þátt í hlaupum, lætur sig yfirleitt aldrei vanta.  Tók í ár nokkur Poweradehlaup, fór í Flóahlaupið, Jötunnhlaupið, Kambahlaupið, Esjuhlaupið, Icelandairhlaupið, Ölkelduhlaupið, Bláskógaskokkið, Snæfellsjökulshlaupið, Laugaveginn, 21 km í Reykjavíkurmaraþoni, 24 km í Hengil Ultra og hálft maraþon í haust í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Vigfús stóð sig vel í þessum hlaupum og á Laugaveginum bætti hann tíma sinn um meira en 20 mín þrátt fyrir mótvind og erfiðar aðstæður.  Óskar fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir karla. Óskar er búinn að hlaupa með Frískum í mörg ár mætt vel á æfingar og sIMG_8123ýnt miklar framfarir. Hét því fyrir nokkrum árum að fara Laugaveginn 2017. Lagði þess vegan áhersku á utanvegahlaup í ár fór m.a. í Esjuhlaupið og stóð sig vel. Fór á Laugarveginn en varð því miður að hætta var óheppinn með erfiðar aðstæður.  Auður fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir kvenna. Auður hefur verið mjög dugleg við æfingar á árinu og mætt vel í hópinn.  Lagði sérstaka áherslu á utanvegahlaup og fór vítt og breitt um landið til að taka þátt í utanvegahlaupum.  Fór m.a. í Icelandairhlaupið, Gullsprettinn, Esjuhlaupið, Snæfellsjökulshlaupið, Jökulsárhlaupið og 10 km í Reykjavíkurmaraþoni og náði þar sínum besta tíma. Í skenmmtinefnd voru Dýrfinna, Eydís Katla og Össur og gaf hún kost á sér áfram nema að í stað Össurar kemur Abba. Þakkir skemmtinefnd og til hamingju hlauparar. Myndir í albúmi.




Uppskeruhátíð 20. október

Skemmtinefndin boðar uppskeruhátíðin í Tryggvaskála föstudaginn 20. okt. kl. 20:00. Upphitun hefst hins vegar kl.18:00 í Álftarima 30(Dýrfinna) og allir vita að upphitun er nauðsynleg 😜 Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan. Verð kr. 6.800,- á mann(greiðist í Tryggvaskála) Skráningu lýkur kl. 21 miðvikudagskvöldið 18. okt.

Matseðill:
Lambahryggvöðvi og lambarillette m/gulrótamauki, hægelduðu rótargrænmeti, spínat parmesan kartöflupressu og blóðbergsgljáa
&
súkkulaðimús
pistasíuís, ristaðar kókosflögur og jarðarber


Fríska Sólheimahlaupið og framfarabikar FF

Fríska Sólheimahlaupið fór fram laugardaginn 7. október í fínu veðri. Hlaupið og hjólað var frá Borg í Grímsnesi og að Sólheimum sem er um 9 km, engin tímataka. Að því loknu afhentu Frískir Flóamenn bikar til þess íbúa á Sólheimum sem sínt hefur mestar framfarir í hreifingu á árinu. Að þessu sinni var það Ólafur Hauksson sem hlaut bikarinn en hann er mjög duglegur að hreifa sig og þarf litla hvatningu, en er hvatning fyrir aðra. Hægt er að fullyrða að hann hreifi sig manna mest, í vinnu og utan. Hann er alinn upp á göngu og útivist, þar sem faðir hans er mikill útivistarmaður og hlaupari. Ólafur er góður sundmaður, göngumaður og hjólagarpur. Hann er einstaklega duglegur í umhverfismálum og er með hugan við endurvinnslu alla daga. 20171007_12525820171007_14042920171007_141735


Frískir á Laugaveginum og Vesturgötunni

Laugavegshlaupið fór fram við frekar erfiðar aðstæður í gær, laugardaginn 15. júlí sl. Fremur svalt var og vindur í fangið stóran hluta leiðarinnar. 486 hlauparar lögðu af stað úr Landmannalaugum en 430 komu í mark í Þórsmörk, hafa þeir aldrei verið fleiri (408 luku í fyrra). Sigurvegarinn í kvennaflokki var Arden Young frá Kanada á 5:12:01. Sigurvegari í karlaflokki var Þorbergur Ingi Jónsson á 4:13:25 sem er nokkuð frá hans besta. Sjö Frískir garpar tóku þátt og stóðu sig vel. Arna Ír var þriðja í sínum aldursflokki á 6:34:06 og var að bæta tíma mettíma sinn frá í fyrra þrátt fyrir erfiðar aðstæður.  41 Frískir Flóamenn og þeirra félagar og 10 úr Björgunarfélagi Árborgar stóðu vaktina, þjónustuðu hlauparana og hvöttu þá til dáða. Allt gekk vel. Þetta er mikil og fórnfús vinna en þegar allir leggjast á eitt að skila sínu sem best verður árangurinn eftir því. 

Frískir voru ekki bara á Laugaveginum þessa helgi.  Sigrún fór í Vesturgötuna og var fyrst kvenna í 45 km á nýju brautarmeti, glæsilegt það. Björk og Hildur hlupu líka, þrír af sjö kvenhlaupurum voru Frískir.
IMG_3148IMG_3199


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband