Leita í fréttum mbl.is

Jólahlaup Frískra

20161215_172706Nú nálgast jólin og ýmsir jólaviðburðir í gangi.  Þann 15. desember sl. var hið árlega jólahlaup Frískra Flóamanna. Frískir settu á sig jólasveinahúfuna og svo var sprellað, sungið og hlaupið um bæinn.  Á leiðinni var komið við hjá Frískastaurnum við Nauthaga og Fríska skiltið afhjúpað við hátíðlega athöfn. Hróbjartur hafði milligöngu um skiltagerðina en skiltið var gert á Litla-Hrauni. Eftir ávarp Sigmundar afhjúpuðu Hróbjartur og Bárður skiltið. Í lokin var drukkið ljúffengt rommkakó og piparkökur með í ökuskóla Dýrfinnu. Takk fyrir skmmtilegt jólahlaup skemmtinefnd. Fleiri myndir í albúmi.


Heimsókn að Sólheimum

14445107_945235998919639_6788159974558616377_o.jpgLaugardaginn 24. september fóru Frískir Flóamenn í sína árlegu heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi. Farið var með rútu að Borg og hlaupið þaðan að Sólheimum. Eftir súpu og sund var afhentur framfarabikar Frískra Flóamanna til íbúa á Sólheimum. Í ár hlaut hinn landsþekkti Reynir Pétur bikarinn, en hann hefur alla tíð verið mjög virkur í hreyfingu, gekk m.a. hringinn um Ísland fyrir rúmum 30 árum. Reynir er enn að og gengur gjarna eða hjólar Sólheimahringinn.

 


Uppskeruhátíð Frískra Flóamanna

Uppsk14500230_946204392156133_83456029294584448_o.jpgeruhátíð Frískra Flóamanna var haldin í Eldhúsinu 24. september sl. Þar voru hlauparar ársins karla og kvenna og þeir sem sýnt höfðu mestu framfarir heiðraðir.  Stórhlaupararnir Sigrún og Steini voru útnefnd hlauparar ársins og Arna Ír og Össur fengu viðurkenningu fyrir mestu framfarir. Snæddur var ljúffendur kvöldverður og haft gaman. Kjörin var ný skemmtinefnd og í henni eru Össur, Eydís Katla og Dýrfinna. Fráfarandi skmmtinefnd var þakkað fyrir góð störf. 


Fríska Sólheimahlaupið laugardaginn 24. september

Hið árlega og stórskemmtilega Fríska Sólheimahlaup fer fram laugardaginn 24. sept nk. Hlaupið er frá Borg kl. 10 að Sólheimum, sem eru um 9 km, einnig má hjóla. Engin tímataka. Farið með rútu frá sundlauginni á Selfossi kl. 9:15. Eftir hlaup, sund og súpu (hver borgar fyrir sig) verður framfarabikar Frískra Flóamanna afhentur íbúa á Sólheimum.Heimkona áætluð kl. 14. Allir eru velkomnir, makar og vinir og aðrir hlauparar eða hjólarar.  Svo er það uppskeruhátíðin um kvöldið. IMG 1210


Sigrún íslandsmeistari í maraþoni

 

20160820_120359

Reykjavíkurmaraþon fór fram laugardaginn 20 ágúst í blíðskaparveðri. Frískir Flóamenn fjölmenntu, hátt í 30 renndu sér 10 km, hálft eða heilt maraþon og maraþon boðhlaup og stóðu sig vel að vanda. Sigrún gerði sér lítið fyrir og var fyrst íslenskra kvenna í mark í maraþoni og varð þar með íslandsmeistari en maraþonhlaupið var jafnframt íslandsmeistaramót. Sigrún sigraði með glæsibrag en hún endaði á tímanum 03:23:53 (flögutími 03:23:38) og var rúmum 17 mín á undan næstu íslensku konu. Þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill hjá Frískum Flóamönnum. Tími Sigrúnar er jafnframt HSK og Selfossmet í frokki 35-39 ára kvenna. Til hamingju Sigrún með þennan frábæra árangur. Reynir, Renuka og Vigfús fóru einnig maraþon. Eftir hlaup komu Frískir Flóamenn saman fyrir framan MR og fögnuðu góðum degi.20160820_130258_resized


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband